Tröllatvenna LeBrons í frábærum sigri

LeBron James og Austin Reaves voru atkvæðamestir hjá LA Lakers …
LeBron James og Austin Reaves voru atkvæðamestir hjá LA Lakers í nótt. AFP/Ronald Martinez

LeBron James átti stórleik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies í fjórða leik liðanna í 1. umferð bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með sigri LA Lakers, 117:11, en LeBron skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum.

Desmond Bane var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig og sjö fráköst en Austin Reaves var stigahæstur hjá LA Lakers með 23 stig.

LA Lakers leiðir 3:1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum. Næsti leikur liðanna fer fram í Memphis á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert