Létum bara vaða og keyrðum á þá

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var öllu léttari í fasi eftir leik í kvöld en síðast þegar við hittum hann í Ljónagryfjunni.

Benedikt sagðist hafa sagt við leikmenn sína eftir leik að líkast til væri þetta hans uppáhalds leikur frá því hann tók við liðinu fyrir um tveimur árum síðan. Benedikt sagði sína menn hafa komið til leiks með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa en um leið töluvert meiri ákefð og grimmd. 

Benedikt var sammála um að varnarleikur liðsins í kvöld hafi vegið þungt þegar upp var staðið. Benedikt minnti hins vegar á að þetta væri bara einn leikur og vonar að nú sé liðið búið að finna einhvern takt.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert