Frábær endasprettur Boston sem fór áfram

Jaylen Brown var stigahæstur með 32 stig fyrir Boston.
Jaylen Brown var stigahæstur með 32 stig fyrir Boston. AFP/Kevin C. Cox

Boston Celtics tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að hafa betur gegn Atlanta Hawks, 128:120, í sjötta leik liðanna í átta liða úrslitunum í nótt.

Atlanta var með nauma forystu, 114:112, þegar skammt var eftir. Þá tók Boston afar vel við sér, skoraði 16 stig gegn sex og vann góðan átta stiga sigur og einvígið um leið 4:2.

Jayson Tatum var einu sinni sem áður í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Jaylen Brown var hins vegar stigahæstur í leiknum með 32 stig fyrir Boston.

Trae Young fór fyrir Atlanta og skoraði 30 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar.

Boston mætir Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert