Gríska undrið mætir Bandaríkjunum

Giannis Antetokounmpo og félagar mæta Bandaríkjunum.
Giannis Antetokounmpo og félagar mæta Bandaríkjunum. AFP/Megan Briggs

Dregið var í riðla fyrir lokamót HM karla í körfubolta í Manila, höfuðborg Filippseyja, í dag. Á meðal þjóða sem eru saman í riðli eru Bandaríkin og Grikkland.

Giannis Antetokounmpo, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum, er grískur og þurfa bandarísku stjörnurnar að hafa hemil á honum. Jórdanía og Nýja-Sjáland eru einnig í C-riðlinum.

Þá er H-riðilinn sterkur því Kanada, Lettaland og Frakkland eru öll í honum, ásamt Líbanon. Ríkjandi heimsmeistarar Spánar eru með Íran, Fílabeinsströndinni og Brasilíu í G-riðli.

Heimsmeistaramótið fer fram í Indónesíu, Japan og Filippseyjum. Hefst mótið 25. ágúst og stendur til 10. september. 

Drátturinn í heild sinni:

A-riðill: Angóla, Dóminíska lýðveldið, Filippseyjar, Ítalía.
B-riðill: Suður-Súdan, Serbía, Kína, Púertóríkó.
C-riðill: Bandaríkin, Jórdanía, Grikkland, Nýja-Sjáland.
D-riðill: Egyptaland, Mexíkó, Svartfjallaland, Litháen.
E-riðill: Þýskaland, Finnland, Ástralía, Japan.
F-riðill: Slóvenía, Grænhöfðaeyjar, Georgía, Venesúela.
G-riðill: Íran, Spánn, Fílabeinsströndin, Brasilía.
H-riðill: Kanada, Lettland, Líbanon, Frakkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert