Lykilmenn Þórs með í kvöld

Vincent Shahid er mættur aftur hjá Þór.
Vincent Shahid er mættur aftur hjá Þór. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir lykilmanna Þórs frá Þorlákshöfn, þeir Vincent Shahid og Jordan Semple, taka þátt í fjórða leik liðsins við Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld.

Shahid missti af þriðja leiknum, sem Valur vann á Hlíðarenda fyrir helgi, vegna veikinda.

Semple byrjaði þann leik en þurfti frá að hverfa eftir aðeins tveggja mínútna leik eftir að hafa meiðst á öxl.

Báðir eru þeir hins vegar klárir í slaginn og verða með í leiknum mikilvæga í kvöld.

Þór getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Tindastóli en ríkjandi Íslandsmeistarar Vals freista þess að knýja fram oddaleik á Hlíðarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert