Meistararnir mæta Lakers – Miami vann fyrsta leik

Steph Curry var stórkostlegur í kvöld.
Steph Curry var stórkostlegur í kvöld. AFP/Ezra Shaw

Ríkjandi meistarar Golden State Warriors eru komnir í undanúrslit Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum eftir 120:100-útisigur í oddaleik gegn Sacramento Kings í kvöld.

Staðan í hálfleik var 56:56, en Golden State var sterkara liðið í seinni hálfleik. Steph Curry átti stórkostlegan leik fyrir Golden State, skoraði 50 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Domantas Sabonis skoraði 22 fyrir Sacramento.

Golden State mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum, en Lakers hafði betur gegn Memphis Grizzlies í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar, 4:2.

Í Austurdeildinni í Miami Heat komið yfir gegn New York Knicks í undanúrslitum, 1:0, eftir 108:101 útisigur í Madison Square Garden.

Jimmy Butler skoraði 25 stig fyrir Miami og Gabe Vincent 20. RJ Barrett gerði 26 stig fyrir New York og Jalen Brunson 25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert