Dómaranefnd KKÍ sendir frá sér yfirlýsingu

Kristófer Acox í baráttunni við Tómas Val Þrastarson í umræddum …
Kristófer Acox í baráttunni við Tómas Val Þrastarson í umræddum þriðja leik liðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómaranefnd KKÍ sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, sakaði í gær Kristófer Acox, fyrirliða Vals, um að viljandi meiða Jordan Semple, leikmann Þórsara. Lárus baðst í kjölfarið afsökunar á Facebook í dag.

Á sama tíma lýsti hann yfir vonbrigðum með að einu afleiðingar brotsins hafi verið að Þórsarar misstu góðan mann, en að Kristófer hafi sloppið við refsingu.

Í yfirlýsingu KKÍ kemur fram að allir þeir sem um þetta mál hafi fjallað á vegum nefndarinnar, erlendir sem innlendir aðilar, séu sammála um að Kristófer hafi ekki átt skilið brottrekstur eða leikbann fyrir atvikið.

Yfirlýsingu KKÍ má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Í ljósi ummæla þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn vegna atviks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dómaranefnd KKÍ koma því á framfæri að allir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á vegum nefndarinnar, innlendir sem erlendir aðilar, hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu að atvikið verðskuldi ekki brottrekstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert