Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í naumum sigri Rytas Vilnius á BC Wolves, 102:98, í litháísku efstu deildinni í körfubolta í dag.
Elvar skoraði níu stig og gaf þrjár stoðsendingar á 27 mínútum spiluðum.
Rytas er í öðru sæti deildarinnar með 25 sigra og sex töp. Efsta lið deildarinnar er Zalgiris með 26 sigra og fjögur töp.