Boston Celtics jafnaði metin í 1:1 í einvígi sínu við Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik með gífurlega öruggum 121:87-sigri í Boston í nótt.
Jaylen Brown fór fyrir Boston og skoraði 25 stig á meðan Marcus Smart og Derrick White bættu við 15 stigum hvor.
Vörn Boston var frábær og hélt stærstu stjörnum Philadelphia í skefjum.
Tobias Harris var stigahæstur með 16 stig og sjö fráköst. Joel Embiid skoraði 15 stig og James Harden bætti við 12 stigum og tíu fráköstum.
Fjóra sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar.