Nafnarnir áfram með Grindavík

Jóhann Árni Ólafsson og Jóhann Þór Ólafsson halda kyrru fyrir …
Jóhann Árni Ólafsson og Jóhann Þór Ólafsson halda kyrru fyrir í Grindavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur komist að samkomulagi við Jóhann Þór Ólafsson um að hann haldi áfram þjálfun karlaliðsins á næsta tímabili. Nafni hans Jóhann Árni Ólafsson verður honum áfram til aðstoðar.

Undir stjórn þeirra nafna hafnaði Grindavík í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og féll svo úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins, þar sem nágrannarnir úr Njarðvík reyndust of sterkir.

„Það var einhugur í stjórn deildarinnar að endurnýja samninga við Jóhann Þór og Jóhann Árna. Þeir stóðu sig mjög vel á síðasta tímabili og við förum með eftirvæntingu inn í nýtt tímabil.

Við erum nú þegar farin að skoða leikmannamál fyrir komandi tímabil en fyrst og fremst erum við mjög ánægð að Jóhann Ólafssynir stýri áfram Grindavíkurliðinu á næsta tímabili,“ sagði Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert