Sterkur í fimmta sigrinum í röð  

Elvar Már Friðriksson lék vel með Rytas.
Elvar Már Friðriksson lék vel með Rytas. Ljósmynd/FIBA

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Rytas er liðið vann 97:86-útisigur á Prienai í efstu deild Litháens í körfubolta í kvöld.

Elvar skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Rytas vann þá 31 mínútu sem Elvar spilaði með 14 stigum.

Rytas hefur unnið fimm leiki í röð og er liðið í öðru sæti deildarinnar með 26 sigra og sex töp. Liðið á aðeins einn leik eftir í deildarkeppninni og eftir það tekur við úrslitakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert