Tindastóll vann fyrsta leik með minnsta mun

Tindastóll er kominn í 1:0 í úrslitaeinvígi sínu við Val á Íslandsmóti karla í körfubolta eftir 83:82-útisigur í fyrsta leik á Hlíðarenda í kvöld.

Tindastóll var með yfirhöndina allan tímann í fyrsta leikhluta, þótt munurinn hafi aldrei verið sérlega mikill. Þegar fyrsti leikhluti var allur munaði fimm stigum, 20:15.

Bæði lið hittu illa í fyrsta leikhlutanum, en þegar Tindastóll fór að hitta í öðrum leikhluta skildu leiðir. Gestirnir gengu á lagið og með hverri þriggja stiga körfunni á fætur annarri tókst Skagfirðingum að komast 19 stigum yfir fyrir hálfleik, en hálfleikstölur voru 49:30. Valur hitti ekki úr einni einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum.

Valur byrjaði ágætlega í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í tólf stig, 51:39. Þá tók Tindastóll aftur við sér og munaði átján stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 63:45.  

Valsmenn gáfust ekki upp og með glæsilegum endaspretti tókst þeim að gera lokakaflann æsispenanndi. Því miður fyrir meistarana dugði það ekki til og Tindastóll fagnaði gríðarlega sætum útisigri. 

Gangur leiksins:: 2:6, 6:8, 8:13, 15:20, 19:26, 23:30, 29:36, 30:49, 39:51, 40:53, 42:60, 45:63, 51:70, 58:77, 68:77, 82:83.

Valur: Kristófer Acox 20/8 fráköst, Ozren Pavlovic 20/8 fráköst, Frank Aron Booker 18/8 fráköst, Kári Jónsson 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 8/6 fráköst, Pablo Cesar Bertone 6.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 20/5 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 20/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 fráköst, Davis Geks 10, Sigtryggur Arnar Björnsson 9, Adomas Drungilas 9/8 fráköst, Ragnar Ágústsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Áhorfendur: 2100.

Valur 82:83 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert