Það er nóg af þjóðþekktum einstaklingum í stúkunni í Síkinu á Sauðárkróki þessa stundina þar sem leikur Tindastóls og Vals í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik hefst eftir nokkrar mínútur.
Um fjórða leik liðanna er að ræða en staðan í einvíginu er 2:1, Tindastól í vil, og fer Íslandsmeistarabikarinn á loft í kvöld takist Tindastóli að vinna.
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í stúkunni en hann hefur mætt á alla leiki liðanna í úrslitunum.
Þá er Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, einnig í stúkunni sem og Jón Arnór Stefánsson, einn besti körfuboltamaður sem Ísland heftur átt.
Forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson er einnig á svæðinu, en hann fékk konunglegar móttökur í Síkinu eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag.