Hrakspárnar höfðu ekkert að segja

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers komust naumlega …
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers komust naumlega í úrslitakeppnina en hafa m.a. slegið út Draymond Green og samherja í meistaraliðinu Golden State Warriors. AFP/Kevork Djansezian

Já, nú er það op­in­bert. Ég veit ekk­ert!

Svo virðist alla­vega vera, ef marka má grein­ina sem skrifuð var í Morg­un­blaðið fyr­ir upp­haf keppn­is­tíma­bils­ins í NBA-deild­inni í körfu­bolta.

Þegar und­ir­ritaður spáði í keppni liðanna fyr­ir deilda­keppn­ina í haust var spá­in á þá leið að góður mögu­leiki væri á að Gold­en State Warri­ors og Bost­on Celtics myndi keppa um titil­inn að nýju að öllu óbreyttu.

Reynd­ar var rétt getið að Gold­en State myndi sjálfsagt ekki ganga vel í deilda­keppn­inni og að Bost­on myndi gera það gott, á meðan Milwaukee Bucks og Brook­lyn Nets væru stórt spurn­ing­ar­merki í keppn­inni í Aust­ur­deild­inni.

Í keppn­inni í Vest­ur­deild­inni gaf maður Den­ver Nug­gets og Los Ang­eles Lakers lít­il tæki­færi á að blanda sér í topp­bar­átt­un­una („Mögu­leik­ar annarra liða“ en Gold­en State, Phoen­ix Suns, og LA Clip­p­ers víst litl­ir sem eng­ir).

Útlitið hafði þó breyst þegar úr­slita­keppn­in hófst fyr­ir mánuði síðan – enda meiri upp­lýs­ing­ar að byggja á. Þá var ljóst að tveir lyk­il­leik­menn Den­ver – Michael Port­er Jr. og Jamal Murray – voru loks mætt­ir heil­ir til leiks eft­ir erfið meiðsl und­an­farið ár, þannig að staða liðsins á toppn­um vest­an­meg­in í lok deilda­keppn­inn­ar gaf til kynna að Nug­gets væri meist­ara­efni. Einnig hafði maður gert sér grein fyr­ir að Los Ang­eles Lakers var aft­ur í mynd­inni – en aðeins ef varn­ar­leik­ur liðsins batnaði frá því sem var lengst af deilda­keppn­inn­ar.

Eft­ir all­ar þess­ar spár eru undanúr­slitarimm­urn­ar nú til­bún­ar. Þrátt fyr­ir hrak­spár verða það Den­ver Nug­gets og Los Ang­eles Lakers sem keppa vest­an­meg­in, en Bost­on og Miami Heat á aust­ur­stönd­inni. 

Að öðru leyti hef­ur þessi úr­slita­keppn­in verið skemmti­leg þar sem nokkuð hef­ur verið um óvænt úr­slit, og út­lit fyr­ir að það gæti haldið áfram í undanúr­slit­un­um.

Bost­on stend­ur und­ir vænt­ing­um

Bost­on Celtics hef­ur verið eitt stórt spurn­ing­ar­merki í þess­ari úr­slita­keppni. Liðið hef­ur unnið erfiða úti­leiki, en tapað síðan heima­leikj­um þegar allt virt­ist liðinu í hag. 

Fáir höfðu trú á Nikola Jokic og Denver Nuggets sem …
Fáir höfðu trú á Ni­kola Jokic og Den­ver Nug­gets sem nú leik­ur til úr­slita í Vest­ur­deild­inni gegn LA Lakers. AFP/​Matt­hew Stockm­an

Það kom því ekki mörg­um á óvart þegar liðið kjöldró Phila­delp­hia 76ers í odda­leikn­um í ann­arri um­ferðinni á heima­velli í gær. Sá leik­ur var jafn í fyrri hálfleik, en Bost­on skoraði 31 af 41 stigi þriðja leik­hlut­ans og það gerði út um leik­inn. Ja­son Tatum fór á ham­förum fyr­ir heima­menn með 51 stig og sig­ur­laun Celtics verða ein­vígi gegn Miami Heat í lok­arimmu Aust­ur­deild­ar­inn­ar. 

Þessi lið mæt­ast nú í þriðja sinn á fjór­um árum í lok­arimm­unni aust­an­meg­in, þannig að liðin þekkja hvort annað nokkuð vel.

Miami átti í litl­um erfiðleik­um með New York Knicks í ann­arri um­ferðinni og þrátt fyr­ir að Bost­on sé talið al­mennt sig­ur­strang­legra liðið í kom­andi ein­vígi, kæmi ekk­ert á óvart þó það færi í odda­leik. 

Bost­on hef­ur hingað til staðið und­ir þeim vænt­ing­um sem gerðar voru til liðsins í upp­hafi leiktíma­bils­ins og verður að telj­ast sig­ur­strang­legra liðið, en Miami er líkt LA Lakers að vera á góðum dampi á rétt­um tíma. Leik­ur liðsins hef­ur hægt og síg­andi orðið betri sem lengra hef­ur liðið á úr­slita­keppn­ina og virðist Jimmy Butler nú til­bú­inn að tak­ast á við hvaða verk­efni sem er. Hann hef­ur verið hreint óstöðvandi und­an­farn­ar vik­ur fyr­ir Hit­ann. 

Miami er einnig mjög sam­stillt og vel þjálfað lið, þannig að það er eins gott fyr­ir leik­menn Celtics að vera til­bún­ir strax í fyrsta leik sem hefst á morg­un.

Þess­ir pistl­ar í all­an vet­ur hafa sett all­an veðmála­sjóðinn á Celtics í Aust­ur­deild­inni og það er ekk­ert hægt að fara af þeim vagni núna. Celtics mer það í odda­leikn­um.

Stíg­andi í leik Lakers

Vegna bú­setu minn­ar í Los Ang­eles þar sem ég hef séð vel yfir 200 leiki liðsins í Stap­les Center, er ekki laust við að maður hafi betri inn­sýn í leik Lakers en önn­ur lið. Lengst af á keppn­is­tíma­bil­inu var aug­ljóst að allt var á aft­ur­fót­um hjá liðinu og að það besta sem vænt­an­legt var af liðinu, var að það skriði rétt inn í úr­slita­keppn­ina – bara til að vera slegið út af einu af toppliðunum í Vest­ur­deild­inni. 

Þetta breytt­ist allt í fe­brú­ar þegar for­ráðamenn liðsins um­turnuðu leik­manna­hópn­um í kring­um Le­Bron James og Ant­hony Dav­is. Á sama tíma byrjaði Dav­is að ná sér af mis­mun­andi meiðslum sem höfðu hrjáð hann mest allt keppn­is­tíma­bilið. 

Jayson Tatum skoraði 51 stig fyrir Boston Celtics í oddaleiknum …
Jay­son Tatum skoraði 51 stig fyr­ir Bost­on Celtics í odda­leikn­um gegn Phila­delp­hia 76ers í fyrrinótt. AFP/​Adam Glanzm­an

Þessi nýi liðshóp­ur náði smám sam­an að að mynda góða liðsheild og það var ákveðinn stíg­andi í leik liðsins síðasta mánuðinn í deilda­keppn­inni, sem svo hef­ur haldið áfram í úr­slita­keppn­inni. Í rimm­un­um gegn Memp­his Grizzlies og Gold­en State kom í ljós að James og Dav­is gátu reitt sig á sam­herja sína í skor­un­inni. Varn­ar­leik­ur liðsins tók einnig held­ur bet­ur við sér, með Dav­is sem akk­eri í teign­um. 

Með þetta í vega­nesti er Lakers allt í einu komið í lok­arimmu Vest­ur­deild­ar­inn­ar gegn Den­ver, en sú rimma hefst annað kvöld.

Den­ver vinn­ur leiki - fær enga virðingu

Leikseríu þess­ara liða sáu fáir sem lok­arimmu vest­an­meg­in í upp­hafi úr­slita­keppn­inn­ar, en liðin mætt­ust í þess­ari um­ferð fyr­ir þrem­ur árum í „kúl­unni“ svo­kallaðri í Or­lando í miðjum Covid-far­aldr­in­um. Þá rimmu vann Lakers sann­fær­andi á end­an­um.

Í þetta sinn eru marg­ir NBA-sér­fræðing­ar drukkn­ir af vel­gengni Lakers und­an­farið og spá liðinu sigri hér, en frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð verður þetta ef­laust spenn­andi og jöfn rimma.

Den­ver hef­ur verið besta sókn­arliðið í úr­slita­keppn­inni og Lakers besta varn­ar­liðið, þannig að spenn­andi verður að fylgj­ast með hvort gef­ur eft­ir á end­an­um hjá þess­um liðum. 

Eng­inn veit í raun hvað muni ger­ast hér. Annaðhvort af­greiðir Lakers þetta á heima­velli í sjötta leikn­um, eða Den­ver í Kletta­fjöll­un­um í odda­leikn­um.

Á Den­ver svar við leik Le­Bron James?

Veik­leiki Lakers allt keppn­is­tíma­bilið hef­ur verið þriggja stiga hittni leik­manna, en hún er nú orðin helsta sókn­ar­vopnið. Nái Den­ver að halda henni í skefj­um, og nái Ni­kola Jokic að gera Ant­hony Dav­is erfitt fyr­ir í víta­teign­um, kæmi ekk­ert á óvart þótt Den­ver ynni hér.

Jimmy Butler, Max Strus og Bam Adebayo eru komnir í …
Jimmy Butler, Max Strus og Bam Adebayo eru komn­ir í úr­slit Aust­ur­deild­ar með Miami Heat þrátt fyr­ir að hafa þurft að byrja á um­spili fyr­ir úr­slita­keppn­ina. AFP/​Mike Ehrmann

Þessi nýi leik­manna­hóp­ur Lakers – sér­stak­lega með stiga­skor­un sinni - hef­ur nú gefið James og Dav­is tæki­færi á að hafa áhrif á leik­inn á ann­an hátt. Ég er ekk­ert svo viss að Den­ver hafi svar við leik Le­Bron James, en hann er enn lyk­il­leikmaður Lakers, þótt 38 ára sé.

Loks er að geta að lið James og/​eða Stephen Curry hjá Gold­en State hafa kom­ist í loka­úr­slit­in í ell­efu af síðustu tólf árum. Le­Bron James stefn­ir ef­laust að því að halda þeim ár­angri áfram, og ef marka má af­rek hans í und­an­förn­um leikj­um geti Lakers staðið und­ir þeirri spá. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 17 13 4 1642:1481 161 26
2 Stjarnan 17 13 4 1672:1478 194 26
3 Njarðvík 17 11 6 1572:1518 54 22
4 Valur 17 9 8 1500:1471 29 18
5 Álftanes 18 9 9 1633:1632 1 18
6 Grindavík 18 9 9 1675:1628 47 18
7 KR 17 8 9 1576:1621 -45 16
8 ÍR 17 8 9 1496:1585 -89 16
9 Þór Þ. 17 8 9 1543:1595 -52 16
10 Keflavík 17 7 10 1648:1608 40 14
11 Höttur 17 4 13 1441:1584 -143 8
12 Haukar 17 4 13 1463:1660 -197 8
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Haukar 88:97 KR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 KR 72:84 Álftanes
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Álftanes 100:103 Valur
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
13.02 19:15 Höttur : Stjarnan
13.02 19:15 Haukar : Keflavík
13.02 19:15 Tindastóll : Þór Þ.
14.02 19:00 ÍR : Njarðvík
14.02 19:30 KR : Valur
28.02 19:15 Grindavík : Keflavík
28.02 19:15 Njarðvík : Haukar
28.02 19:15 Þór Þ. : Stjarnan
28.02 19:15 Álftanes : Tindastóll
01.03 19:00 Valur : ÍR
01.03 19:00 KR : Höttur
06.03 19:15 Höttur : Þór Þ.
06.03 19:15 Stjarnan : Álftanes
06.03 19:15 Tindastóll : Keflavík
06.03 19:15 ÍR : KR
07.03 19:00 Haukar : Valur
07.03 20:15 Grindavík : Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 17 13 4 1642:1481 161 26
2 Stjarnan 17 13 4 1672:1478 194 26
3 Njarðvík 17 11 6 1572:1518 54 22
4 Valur 17 9 8 1500:1471 29 18
5 Álftanes 18 9 9 1633:1632 1 18
6 Grindavík 18 9 9 1675:1628 47 18
7 KR 17 8 9 1576:1621 -45 16
8 ÍR 17 8 9 1496:1585 -89 16
9 Þór Þ. 17 8 9 1543:1595 -52 16
10 Keflavík 17 7 10 1648:1608 40 14
11 Höttur 17 4 13 1441:1584 -143 8
12 Haukar 17 4 13 1463:1660 -197 8
12.02 Grindavík 92:94 Álftanes
07.02 Valur 92:58 Höttur
06.02 Álftanes 107:90 Haukar
06.02 Þór Þ. 95:104 Grindavík
06.02 Njarðvík 103:79 KR
06.02 Keflavík 81:90 ÍR
02.02 Stjarnan 82:90 Tindastóll
02.02 Haukar 99:100 Þór Þ.
31.01 KR 97:93 Keflavík
30.01 Grindavík 87:108 Stjarnan
30.01 Valur 88:76 Njarðvík
30.01 Höttur 85:97 Tindastóll
30.01 ÍR 75:94 Álftanes
24.01 Keflavík 70:81 Valur
24.01 Þór Þ. 94:95 ÍR
23.01 Tindastóll 97:79 Grindavík
23.01 Stjarnan 99:75 Haukar
23.01 Njarðvík 110:101 Höttur
23.01 Álftanes 111:100 KR
17.01 Haukar 100:99 Tindastóll
16.01 Njarðvík 107:98 Keflavík
16.01 KR 102:99 Þór Þ.
16.01 Höttur 63:64 Grindavík
16.01 Valur 87:81 Álftanes
16.01 ÍR 103:101 Stjarnan
10.01 Stjarnan 94:86 KR
10.01 Þór Þ. 94:69 Valur
09.01 Grindavík 79:71 Haukar
09.01 Tindastóll 98:88 ÍR
09.01 Keflavík 112:98 Höttur
09.01 Álftanes 75:81 Njarðvík
05.01 Valur 83:79 Stjarnan
03.01 KR 95:116 Tindastóll
03.01 Höttur 86:89 Haukar
02.01 ÍR 98:90 Grindavík
02.01 Njarðvík 106:104 Þór Þ.
02.01 Keflavík 87:89 Álftanes
20.12 Valur 89:80 Tindastóll
19.12 Keflavík 105:86 Þór Þ.
19.12 KR 120:112 Grindavík
19.12 Njarðvík 90:100 Stjarnan
19.12 Álftanes 89:92 Höttur
18.12 ÍR 93:96 Haukar
13.12 Grindavík 97:90 Valur
13.12 Þór Þ. 89:78 Álftanes
12.12 Haukar 88:97 KR
12.12 Tindastóll 94:76 Njarðvík
12.12 Höttur 79:82 ÍR
12.12 Stjarnan 97:93 Keflavík
06.12 Keflavík 120:93 Tindastóll
06.12 Álftanes 77:97 Stjarnan
05.12 Valur 97:104 Haukar
05.12 Njarðvík 94:87 Grindavík
05.12 KR 95:97 ÍR
05.12 Þór Þ. 106:84 Höttur
30.11 Stjarnan 124:82 Þór Þ.
29.11 Keflavík 96:104 Grindavík
29.11 Haukar 74:93 Njarðvík
29.11 ÍR 84:83 Valur
29.11 Tindastóll 109:99 Álftanes
29.11 Höttur 85:88 KR
15.11 Þór Þ. 78:101 Tindastóll
15.11 Njarðvík 96:101 ÍR
14.11 Valur 101:94 KR
14.11 Álftanes 90:88 Grindavík
14.11 Stjarnan 87:80 Höttur
14.11 Keflavík 117:85 Haukar
09.11 Grindavík 99:70 Þór Þ.
08.11 Haukar 86:91 Álftanes
08.11 Höttur 83:70 Valur
08.11 ÍR 79:91 Keflavík
08.11 KR 86:80 Njarðvík
03.11 Tindastóll 92:87 Stjarnan
01.11 Keflavík 94:88 KR
01.11 Þór Þ. 82:81 Haukar
31.10 Tindastóll 99:59 Höttur
31.10 Álftanes 93:87 ÍR
31.10 Njarðvík 101:94 Valur
31.10 Stjarnan 104:98 Grindavík
25.10 Grindavík 90:93 Tindastóll
25.10 Haukar 87:114 Stjarnan
24.10 Höttur 76:91 Njarðvík
24.10 Valur 104:80 Keflavík
24.10 KR 72:84 Álftanes
24.10 ÍR 73:84 Þór Þ.
18.10 Keflavík 88:89 Njarðvík
18.10 Þór Þ. 92:97 KR
17.10 Grindavík 113:84 Höttur
17.10 Stjarnan 117:88 ÍR
17.10 Tindastóll 106:78 Haukar
17.10 Álftanes 100:103 Valur
12.10 Haukar 80:92 Grindavík
12.10 Njarðvík 89:80 Álftanes
10.10 ÍR 82:93 Tindastóll
10.10 Höttur 120:115 Keflavík
10.10 KR 86:87 Stjarnan
10.10 Valur 88:95 Þór Þ.
04.10 Grindavík 100:81 ÍR
04.10 Stjarnan 95:81 Valur
03.10 Þór Þ. 93:90 Njarðvík
03.10 Álftanes 101:108 Keflavík
03.10 Haukar 80:108 Höttur
03.10 Tindastóll 85:94 KR
13.02 19:15 Höttur : Stjarnan
13.02 19:15 Haukar : Keflavík
13.02 19:15 Tindastóll : Þór Þ.
14.02 19:00 ÍR : Njarðvík
14.02 19:30 KR : Valur
28.02 19:15 Grindavík : Keflavík
28.02 19:15 Njarðvík : Haukar
28.02 19:15 Þór Þ. : Stjarnan
28.02 19:15 Álftanes : Tindastóll
01.03 19:00 Valur : ÍR
01.03 19:00 KR : Höttur
06.03 19:15 Höttur : Þór Þ.
06.03 19:15 Stjarnan : Álftanes
06.03 19:15 Tindastóll : Keflavík
06.03 19:15 ÍR : KR
07.03 19:00 Haukar : Valur
07.03 20:15 Grindavík : Njarðvík
urslit.net
Fleira áhugavert