Sturluð stemning á Króknum (myndskeið)

Stuðningsmenn Tindastóls voru í góðum gír þegar liðið tók á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í gær.

Leiknum lauk með naumum sigri Vals, 82:69, en með sigrinum jöfnuðu Valsmenn einvígið í 2:2 og því þurfa liðin að mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn kemur á Hlíðarenda.

Uppselt var á leikinn á Sauðárkróki í gær og voru rúmlega 1.800 manns mættir, sem flestir voru á bandi Tindastóls.

Blaðamenn mbl.is og Morgunblaðsins voru á Sauðárkróki og gerðu sitt besta til þess að fanga stemninguna á leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert