Körfuknattleiksdeild Hauka hefur komist að samkomulagi við hinn 18 ára gamla Hilmi Arnarson um að hann leiki með karlaliðinu á komandi tímabili.
Hilmir kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni, þar sem hann hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki undanfarin tímabil.
Á nýliðnu tímabili skoraði hann tæplega 12 stig að meðaltali í leik með Fjölni í 1. deildinni. Fjölnir komst í undanúrslit umspils um sæti í úrvalsdeild en féll úr leik gegn Hamri, sem tryggði sér að lokum sætið.
Hilmir var þá einn af lykilmönnum íslenska U18-ára landsliðsins í B-deild EM í aldursflokknum síðastliðið sumar, þar sem liðið hafnaði í fjórða sæti.