Pavel Emolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í kvöld, þar sem hann biðlar til Valsmanna fyrir oddaleik Vals og Tindastóls í úrslitum Íslandsmótsins annað kvöld.
Pavel, sem varð Íslandsmeistari með Val á síðustu leiktíð, biðlar til síns fyrrverandi félags um að slökkva á tónlist á meðan leikmenn eru kynntir til leiks, skömmu áður en hann hefst. Þannig fái leikmenn að heyra nafnið sitt og uppskera verðskuldað lófatak.
„Valsfélagið hefur hefur boðið upp á einstaka umgjörð á heimaleikjum sínum. Mikill sómi og fagmennska. Ég vil þó hvetja þá til þess að slökkva á allri tónlist í leikmannakynningum. ALLIR þessir strákar sem eru að fara að spila á mrg eiga skilið að heyra nafnið sitt og fá lófaklapp,“ skrifaði Pavel.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Hlíðarenda annað kvöld og verður sigurliðið Íslandsmeistari.
Valsfélagið hefur hefur boðið upp á einstaka umgjörð á heimaleikjum sínum. Mikill sómi og fagmennska. Ég vil þó hvetja þá til þess að slökkva á allri tónlist í leikmannakynningum. ALLIR þessir strákar sem eru að fara að spila á mrg eiga skilið að heyra nafnið sitt og fá lófaklapp
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 17, 2023