Venesúelska körfuboltakonan Daniela Wallen hefur framlengt samning sinn við Keflavík til ársins 2024.
Daniela er gríðarlega mikilvægur leikmaður í liði Keflavíkur og var hún atkvæðamest í flestöllum tölfræðiþáttum liðsins þegar Keflavík varð deildarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hún skoraði að meðaltali 25,2 stig í leik, tók að meðaltali 16,2 fráköst í leik og gaf að meðaltali 4,7 stoðsendingar í leik.
Það er ljóst að Daniela verður með nýjan þjálfara á næsta ári en Hörður Axel Vilhjálmsson sagði starfi sínu sem þjálfari lausu á dögunum.