Ég er í svo miklu sjokki

Valsmenn sátu eftir með sárt ennið.
Valsmenn sátu eftir með sárt ennið. mbl.is/Óttar Geirsson

Frank Aron Booker, leikmaður Vals, var skiljanlega fúll þegar hann ræddi við mbl.is eftir 81:82-tap liðsins gegn Tindastóli í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld.

Keyshawn Woods tryggði Tindastóli titilinn með þremur vítaskotum í lokin, eftir háspennuleik. „Það er erfitt að segja núna hvað klikkaði. Það má spyrja sig hvort þetta hafi átt að vera villa í lokin. Þetta var geggjaður leikur og bæði lið gátu unnið þetta,“ sagði Frank Aron.

Hann var í áfalli þegar hann ræddi við mbl.is, enda tap í oddaleik með minnsta mun staðreynd.

„Ég er ekki enn þá búinn að átta mig á því hvað gerðist. Ég er í sjokki. Þetta er búið að vera flott tímabil og ég get verið stoltur af strákunum. Hausinn á mér er enn þá á fullu og ég veit varla hvað gerðist.

Ég er í svo miklu sjokki að líkaminn á mér og hausinn eru á sitthvorum stað akkúrat núna. Við gerðum okkar besta, en það var ekki nóg,“ sagði hann.

Þrátt fyrir áfallið gat Frank verið sammála um að tímabilið hans hafi verið gott, miðað við það sem á undan er gengið. „Ég kom inn í þetta í betra formi og nú ætla ég að gera það sama í sumar. Við sjáum hvað gerist svo,“ sagði Frank Aron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert