Stuðningsmenn Vals og Tindastóls tóku daginn snemma og voru byrjaðir að hita sig upp í hádeginu fyrir oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta sem nú stendur yfir á Hlíðarenda.
Stuðningsmenn Vals hittust í Fjósinu á Hlíðarenda á meðan Sauðkrækingar hituðu sig upp á Ölver í Glæsibæ og var mikil stemning á báðum stöðum.
Blaðamenn mbl.is og Morgunblaðsins heimsóttu báða staði og tóku púlsinn á stuðningsmönnum beggja liða.