Körfuboltamaðurinn Halldór Garðar Hermannsson hefur framlengt samning sinn við Keflvíkinga til tveggja ára, eða til vorsins 2025.
Halldór er 26 ára gamall bakvörður sem var að ljúka sínu öðru tímabili með Keflvíkingum. Hann hafði allan sinn feril fram að því leikið með Þór í Þorlákshöfn, allt frá því í yngri flokkunum.
Hann lék í rúmlega 20 mínútur að meðaltali í leik með Keflavík í vetur og skoraði 11 stig að meðaltali.