Óvænt forysta Miami

Jimmy Butler og Jayson Tatum takast á í leiknum í …
Jimmy Butler og Jayson Tatum takast á í leiknum í nótt. AFP/Adam Glanzman

Miami Heat tók óvænt forystu í einvígi sínu gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Liðið gerði sér lítið fyrir og mætti á heimavöll Boston og vann þar sjö stiga sigur, 123:116.

Jimmy Butler, leikmaður Miami, var að venju frábær í leiknum en hann skoraði 35 stig, tók 5 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 6 boltum. Bam Adebayo var líka flottur í leiknum en hann skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Hjá Boston var Jayson Tatum atkvæðamestur en hann skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Jaylen Brown skoraði 22 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Miami er komið í forystu í einvíginu, 1:0, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi NBA. Næsti leikur fer fram aðfaranótt laugardags á heimavelli Boston.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert