Tindastóll Íslandsmeistari í fyrsta skipti

Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, lyftir Íslandsbikarnum.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, lyftir Íslandsbikarnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn eftir 82:81-útisigur á Val í oddaleik í troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda.

Tindastóll varð ekki aðeins meistari í fyrsta skipti í kvöld, heldur hefndi liðið ófaranna frá því fyrir ári, þegar Valur vann úrslitaeinvígi liðanna eftir oddaleik.

Sjaldan hefur verið eins mikið umtal, spenna og eftirvænting fyrir einum íþróttaleik hér á landi. Var húsið troðfullt tveimur tímum fyrir leik og komust töluvert færri að en vildu.

Valsarar byrjuðu betur og Kári Jónsson skoraði sex af níu fyrstu stigum heimamanna, sem komust í 11:2. Lið Tindastóls virtist ráða verr við hátt spennustig og Pavel Emolinskij tók leikhlé þegar fjórar mínútur voru liðnar.

Sigtryggur Arnar Björnsson sækir að körfu Vals. Hjálmar Stefánsson er …
Sigtryggur Arnar Björnsson sækir að körfu Vals. Hjálmar Stefánsson er til varnar. mbl.is/Óttar

Valsmenn héldu undirtökunum út leikhlutann og þriggja stiga karfa hjá Kára Jónssyni í blálok fyrsta leikhlutans sá til þess að Valur var með 13 stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var allur, 27:14. Kári skoraði níu stig í leikhlutanum, flest allra. Keyshawn Woods gerði sex fyrir Tindastól.

Gestirnir úr Skagafirði fóru ögn betur af stað í öðrum leikhluta og var munurinn tíu stig eftir þrjár mínútur í honum, 31:21. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Það gekk ekki sérlega vel, því munurinn var kominn niður sex stig þegar annar leikhluti var hálfnaður, 32:26.

Pétur Rúnar Birgisson með boltann í kvöld.
Pétur Rúnar Birgisson með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar

Að lokum skoraði Tindastóll 24 stig gegn 16 í öðrum leikhlutanum og munaði fimm stigum í hálfleik, 43:38. Valsmenn voru yfir allan fyrri hálfleikinn, en Tindastóll kom sér almennilega inn í leikinn fyrir seinni hálfleikinn með góðum öðrum leikhluta.

Kári skoraði tólf stig fyrir Val í fyrri hálfleik og Frank Aron Booker gerði átta. Woods skoraði tíu stig fyrir Tindastól og Adomas Drungilas sjö.

Pétur Rúnar Birgisson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Tindastól í byrjun seinni hálfleiks og minnkaði muninn í tvö stig, 43:41. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur, en Keyshawn Woods kom Tindastóli yfir í fyrsta skipti þegar þriðji leikhluti var hálfnaður, 56:55.

Taiwo Badmus sækir að körfu Vals í kvöld.
Taiwo Badmus sækir að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Óttar

Gestirnir voru aðeins yfir í nokkrar sekúndur, því Callum Lawson svaraði með þriggja stiga körfu hinum megin og kom Val í 58:56. Liðin skiptust á að vera í forystunni næstu mínútur, en þriggja stiga karfa frá Woods í blálok þriðja leikhluta kom Tindastóli einu stigi yfir, 64:63. Munaði því aðeins einu stigi á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Tindastóll komst þremur stigum yfir í fyrsta sinn í upphafi fjórða leikhlutans þegar Taiwo Badmus skoraði fyrstu stig hans, 66:63. Stressið virtist ná til leikmanna beggja liða í síðasta leikhlutanum, því illa gekk að skora framan af. Munaði einu stigi þegar fjórði leikhluti var hálfnaður, 68:67, Tindastóli í vil.

Callum Lawson með boltann í kvöld. Taiwo Badmus er til …
Callum Lawson með boltann í kvöld. Taiwo Badmus er til varnar. mbl.is/Óttar

Allt var hnífjafnt þegar þrjár mínútur voru eftir, 70:70, eftir að Kristófer Acox skoraði tvö stig fyrir Val og fékk víti að auki sem hann hitti úr. Kári Jónsson skoraði þriggja stiga körfu í kjölfarið og kom Val í 75:72.

Sem fyrr gafst Tindastóll ekki upp og Woods jafnaði í 79:79 þegar 15 sekúndur voru eftir. Valsmenn tóku leikhlé og Kári skoraði eftir vel heppnaða sókn og kom Val í 81:79, með sex sekúndur eftir af klukkunni. 

Woods nýtti þær sekúndur vel, því hann náði í þrjú vítaskot þegar fjórar sekúndur voru eftir. Hann skoraði úr öllum vítunum og tryggði Tindastóli Íslandsmeistaratitilinn. 

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Óttar

Gangur leiksins: 5:2, 13:6, 18:8, 27:14, 31:21, 32:27, 40:34, 43:38, 48:45, 55:53, 60:58, 63:64, 63:66, 67:70, 72:72, 81:82.

Valur: Kári Jónsson 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 16/7 fráköst, Pablo Cesar Bertone 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Frank Aron Booker 12/10 fráköst, Callum Reese Lawson 10/5 fráköst, Ozren Pavlovic 6/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5.

Fráköst: 35 í vörn, 5 í sókn.

Tindastóll: Antonio Keyshawn Woods 33/5 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 12/10 fráköst, Adomas Drungilas 10/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/11 fráköst/8 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 9/5 fráköst, Davis Geks 5/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson.

Áhorfendur: 2500.

Adomas Drungilas og Kristófer Acox berjast um uppkastið.
Adomas Drungilas og Kristófer Acox berjast um uppkastið. mbl.is/Óttar
Sigtryggur Arnar Björnsson með boltann í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar
Keyshawn Woods með boltann í kvöld.
Keyshawn Woods með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar
Adomas Drugilas sendir á samherja.
Adomas Drugilas sendir á samherja. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
Stuðningsmenn Vals.
Stuðningsmenn Vals. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stuðningsmenn Vals í kvöld.
Stuðningsmenn Vals í kvöld. mbl.is/Óttar
Stuðningsmenn Tindastóls eru mættir í stúkuna.
Stuðningsmenn Tindastóls eru mættir í stúkuna. mbl.is/Óttar Geirsson
Stuðningsmenn gestanna.
Stuðningsmenn gestanna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stuðningsmenn Tindastóls áberandi að vanda.
Stuðningsmenn Tindastóls áberandi að vanda. mbl.is/Óttar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur mætt á alla leiki einvígisins.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur mætt á alla leiki einvígisins. mbl.is/Óttar
Eiður Smári Guðjohnsen er á svæðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen er á svæðinu. mbl.is/Óttar
Rikki G og Arnar Grétarsson eru mættir.
Rikki G og Arnar Grétarsson eru mættir. mbl.is/
Jón Gestur Atlason er með einstakt húðflúr.
Jón Gestur Atlason er með einstakt húðflúr. mbl.is/Binni
Áslaug Arna Sigurbjörnsson, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsson, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Óttar
Gummi Kíró að sjálfsögðu mættur.
Gummi Kíró að sjálfsögðu mættur. mbl.is/Óttar
Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas.
Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas. mbl.is/Óttar
Logi Geirsson er þekktari fyrir handbolta en körfubolta.
Logi Geirsson er þekktari fyrir handbolta en körfubolta. mbl.is/Óttar
Aron Mola.
Aron Mola. mbl.is/Óttar
Auðunn Blöndal er mættur að styðja sína menn í Tindastóli.
Auðunn Blöndal er mættur að styðja sína menn í Tindastóli. mbl.is/Óttar
Logi Gunnarsson, goðsögn í íslenskum körfubolta, lét sig ekki vanta.
Logi Gunnarsson, goðsögn í íslenskum körfubolta, lét sig ekki vanta. mbl.is/Óttar
Valur 81:82 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert