Tvö bestu lið Íslands

Adomas Drungilas, lengst til hægri, horfir á félaga sína lyfta …
Adomas Drungilas, lengst til hægri, horfir á félaga sína lyfta bikarnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Adom­as Drungilas varð í gær­kvöldi Íslands­meist­ari í körfu­bolta í annað skipti er Tinda­stóll vann 82:81-útisig­ur á Val í odda­leik í úr­slita­ein­víg­inu. Drungilas varð meist­ari með Þór frá Þor­láks­höfn árið 2021 og hann sagði erfitt að bera titl­ana sam­an.

„Það er erfitt að bera þetta sam­an, því ekk­ert tíma­bil er eins. And­stæðing­ur­inn, þjálf­ar­arn­ir og leik­menn­irn­ir eru öðru­vísi,“ út­skýrði hann.

Tíma­bil Tinda­stóls fór ekki á flug fyrr en Pavel Ermol­in­skij tók við sem þjálf­ari Tinda­stóls eft­ir ára­mót.

„Við vor­um með ann­an þjálf­ara í upp­hafi móts og við kom­umst ekki í okk­ar flæði. Við vor­um kannski ekki í vand­ræðum, en við vor­um ólík­ir okk­ur.

Þá skipt­um við um þjálf­ara og skipt­um ein­um leik­manni og feng­um meira frelsi í okk­ar spila­mennsku með komu Pavels. Það er ekki hægt að segja annað en að sú breyt­ing hafi verið býsna góð fyr­ir okk­ur,“ sagði hann.

Úrslita­ein­vígið var ótrú­leg skemmt­un, enda réðst það á síðasta skot­inu í odda­leik.

„Þetta var al­vöru úr­slita­ein­vígi. Bæði lið áttu góða leiki og þetta var gott ein­vígi, sem var hníf­jafnt í lok­in. Þetta voru tvö bestu lið Íslands,“ sagði Drungilas, sem hljóp að fagna með stuðnings­mönn­um Tinda­stóls, áður en blaðamaður náði að byrja á næstu spurn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert