Þórir Guðmundur Þorbjarnason og félagar í Oviedo höfðu betur gegn Estela á útivelli í lokaumferð spænsku B-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 90:76
KR-ingurinn lék vel fyrir Oviedo, skoraði 17 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 25 mínútum. Liðið endaði í 14. sæti deildarinnar og leikur aftur í henni á næstu leiktíð.
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Alicante máttu þola tap fyrir Castello á útivelli, 81:100. Ægir skoraði sex stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Alicante, sem fer í umspil um sæti í efstu deild.