Fulltrúar Íslands gengu út af Evrópuþingi

Hannes og Guðbjörg með Guðna Th. Jóhannessyni forseta á milli …
Hannes og Guðbjörg með Guðna Th. Jóhannessyni forseta á milli sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbjörg Norðfjörð formaður KKÍ og Hannes Jónsson framkvæmdastjóri sambandsins, voru á meðal fulltrúa sem gengu af Evrópuþingi alþjóða körfuknattleikssambandsins í dag meðan á ræðu fulltrúa Hvíta-Rússlands stóð. 

Fulltrúar Eystrasaltslandanna, Póllands, Hollands og hinna Norðurlandanna gengu einnig út af þinginu, til að mótmæla stuðningi Hvíta-Rússlands við stríðið í Úkraínu.

Hannes setti inn færslu á Instagram í dag, þar sem hann greinir frá ákvörðuninni og ítrekar stuðning við Úkraínu. 

KKÍ og körfuboltinn á Íslandi standa með Úkraínu og þjóðinni allri. Utanríkisráðherra okkar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir hefur fyrir hönd Íslands staðið sig frábærlega í stuðningi sínum og okkar fyrir Úkraínu. Ég og Guðbjörg Norðfjorð stöndum með Úkraínu,“ skrifaði hann m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert