Kári og Eva bestu leikmenn tímabilsins

Kári Jónsson - bestur í úrvalsdeild karla.
Kári Jónsson - bestur í úrvalsdeild karla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru valin bestu leikmennirnir í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfuknattleik á nýliðnu keppnistímabili.

Þau voru heiðruð á verðlaunahátíð Körfuknattleikssambands Íslands sem haldin var í  Laugardalshöllinni nú í hádeginu.

Verðlaunahafar í úrvalsdeild karla eru eftirtaldir:

Leikmaður ársins: Kári Jónsson, Val
Erlendi leikmaður ársins: Vincent Shahid, Þór Þorlákshöfn
Varnarmaður ársins: Hjálmar Stefánsson, Val
Ungi leikmaður ársins: Tómas Valur Þrastarson, Þór Þorlákshöfn
Prúðasti leikmaðurinn: Callum Lawson, Val
Þjálfari ársins: Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík
Lið ársins: Kári Jónsson (Val), Sigtryggur Arnar Björnsson (Tindastóli), Ólafur Ólafsson (Grindavík), Styrmir Snær Þrastarson (Þór Þ.), Kristófer Acox (Val)

Verðlaunahafar í úrvalsdeild kvenna eru eftirtaldir:

Leikmaður ársins: Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum
Erlendi leikmaður ársins: Daniela Wallen, Keflavík
Varnarmaður ársins: Erna Hákonardóttir, Njarðvík
Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukum
Prúðasti leikmaðurinn: Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val
Þjálfari ársins: Ólafur Jónas Sigurðsson, Val
Lið ársins: Anna Ingunn Svansdóttir (Keflavík), Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukum), Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukum), Hildur Björg Kjartansdóttir (Val), Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík)

Eva Margrét Kristjánsdóttir - best í úrvalsdeild karla.
Eva Margrét Kristjánsdóttir - best í úrvalsdeild karla. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Verðlaunahafar í 1. deild karla eru eftirtaldir:

Leikmaður ársins: Dúi Þór Jónsson, Álftanesi
Erlendi leikmaður ársins: Keith Jordan, Skallagrími
Varnarmaður ársins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamri
Ungi leikmaður ársins: Ísak Júlíus Perdue, Selfossi
Þjálfari ársins: Kjartan Atli Kjartansson, Álftanesi
Lið ársins: Dúi Þór Jónsson (Álftanesi), Björn Ásgeir Ásgeirsson (Hamri), Björgvin Hafþór Ríkharðsson (Skallagrími), Eysteinn Bjarni Ævarsson (Álftanesi), Ragnar Ágúst Nathanaelsson (Hamri)

Dúi Þór Jónsson (10) úr Álftanesi var valinn bestur í …
Dúi Þór Jónsson (10) úr Álftanesi var valinn bestur í 1. deild karla, og Kjartan Atli Kjartansson, til hægri, besti þjálfarinn. mbl.is/Árni Sæberg


Verðlaunahafar í 1. deild kvenna eru eftirtaldir:

Leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir, Stjörnunni
Erlendi leikmaður ársins: Chea Rael Whitsitt, Snæfelli
Varnarmaður ársins: Ísold Sævarsdóttir, Stjörnunni
Ungi leikmaður ársins: Kolbrún María Ármannsdóttir, Stjörnunni
Þjálfari ársins: Auður Íris Ólafsdóttir, Stjörnunni
Lið ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir (Stjörnunni), Rebekka Rán Karlsdóttir (Snæfelli), Emma Hrönn Hákonardóttir (Hamri/Þór), Hulda Ósk Bergsteinsdóttir (KR), Ása Lind Wolfram (Aþenu)

Diljá Ögn Lárusdóttir var best í 1. deild kvenna.
Diljá Ögn Lárusdóttir var best í 1. deild kvenna. mbl.is/Óttar


Dómari ársins:
Davíð Tómas Tómasson

Davíð Tómas Tómasson, til vinstri, var valinn besti dómarinn.
Davíð Tómas Tómasson, til vinstri, var valinn besti dómarinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert