Kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik hefur fengið framherjann Charisse Fairley í sínar raðir fyrir næsta tímabil.
Charisse er 24 ára gömul og með bæði þýskt og bandarískt ríkisfang en hún hefur leikið með háskólaliðum í Bandaríkjunm undanfarin þrjú ár.
Hún er hávaxin, 1,80 metrar á hæð, og skoraði 11 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik með CSU Pueblo-háskólanum í vetur.