Langþráður draumur orðinn að veruleika

Sauðkrækingar fagna langþráðum Íslandsmeistaratitli.
Sauðkrækingar fagna langþráðum Íslandsmeistaratitli. mbl.is/Óttar Geirsson

​Til hamingju, Tindastóll. Til hamingu Skagfirðingar. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í hópíþrótt er í höfn eftir sigurinn á Val í fyrrakvöld.

Sauðárkrókur er körfuboltabær og hefur verið það lengi. Þótt Tindastóll hafi einu sinni orðið bikarmeistari karla vantaði alltaf stóra bikarinn í safnið. Nokkrum sinnum hefur liðið verið nálægt því, stundum grátlega nálægt.

En nú er langþráður draumur orðinn að veruleika. Bikarnum var lyft á Hlíðarenda og því ber að fagna. Það er alltaf ævintýri þegar nýtt félag vinnur meistaratitil, hvað þá þegar um slík tímamót er að ræða hjá heilu bæjarfélagi. Heilum firði með öllum sínum innsveitum.

Nú vilja flestir telja sig til Skagfirðinga. Ég get alveg gert það líka, enda er mamma fædd þarna og uppalin. Hún hefur aldrei farið á körfuboltaleik en samgleðst sínum sveitungum.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert