Myndskeið: Meistarafögnuður Tindastóls

Helga Rafni Viggóssyni, fyrirliða nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls, var vel fagnað …
Helga Rafni Viggóssyni, fyrirliða nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls, var vel fagnað fyrir utan Síkið í kvöld en Íslandsmeistarnir keyrðu sigurhring um Sauðárkrók á leið sinni í Miðgarð þar sem eflaust verður fagnað langt fram undir morgun. Pétur Rúnar Birgisson steig út úr rútunni á eftir Helga Rafni. Ljósmynd/Feykir/Óli Arnar Birgisson

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta halda sigurhátið sína í kvöld í Miðgarði í Varmahlíð. Á leið sinni í Miðgarð ók liðsrútan sigurhring um Sauðárkrók og var hetjunum vel fagnað af stuðningsfólki sínu.

Feykir, héraðsfréttablað Norðurlands Vestra birti myndskeið af stemningunni á fréttavef sínum í kvöld.

Kúrekahattar og línudans

Tinda­stóll lagði Íslands­meist­ara Vals frá í fyrra í odda­leik í troðfullu íþrótta­húsi á Hlíðar­enda. Þannig urðu Sauðkrækingar ekki aðeins meist­arar í fyrsta skipti held­ur hefndu þeir ófar­anna frá því fyr­ir ári þegar Val­ur vann úr­slita­ein­vígi liðanna eft­ir odda­leik.

Sjald­an hef­ur verið eins mikið um­tal, spenna og eft­ir­vænt­ing fyr­ir ein­um íþrótta­leik hér á landi. Húsið var troðfullt tveim­ur tím­um fyr­ir leik og komust tölu­vert færri að en vildu.

Sjálfsagt verður skagfirsk sveifla langt fram undir morgun í Miðgarði, kúrekahattar og línudans.

Ljósmynd/Feykir/Óli Arnar Birgisson
Ljósmynd/Feykir/Óli Arnar Birgisson
Ljósmynd/Feykir/Óli Arnar Birgisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert