Eins og að spila landsleik í Tindastólsbúningnum

„Við vorum að ferðast til Portúgals og þegar að við lendum þá kemur í ljós að það vantar búningana okkar,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan, Embla Kristínardóttir, í Dagmálum.

Embla, sem er 27 ára gömul, á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland en hún lék sinn fyrsta landsleik þegar hún var 17 ára gömul. 

„Það var engin leið að fá búningana fyrir leikinn og við endum á að spila í einhverjum vínrauðum búningum frá einhverju portúgölsku félagsliði,“ sagði Embla.

„Það var skrítið að vera ekki í bláa búningnum með sitt númer og þetta var í raun eins og að spila landsleik í Tindastólsbúningnum,“ sagði Embla meðal annars.

Viðtalið við Emblu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert