Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja um tvö ár

Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas, til hægri, fagna með …
Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas, til hægri, fagna með Íslandsmeistarabikarinn á fimmtudag. mbl.is/Óttar Geirsson

Tveir af lykilmönnum nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfuknattleik karla, Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas, hafa báðir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við félagið.

Báðir voru þeir í algjörum lykilhlutverkum þegar Tindastóll vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni með sigri á Val í oddaleik síðastliðið fimmtudagskvöld.

Samkvæmt Feyki.is skrifuðu íslenski landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar og Litháinn Drungilas báðir undir nýja samninga sína á atvinnulífssýningunni sem staðið hefur yfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, Síkinu, um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert