Sverrir ráðinn þjálfari Keflavíkur – Thelma snýr aftur

Sverrir Þór ásamt leikmönnunum þremur.
Sverrir Þór ásamt leikmönnunum þremur. Ljósmynd/Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Sverri Þór Sverrisson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Tekur hann við af Herði Axel Vilhjálmssyni sem þjálfaði liðið á síðasta ári og fór með það alla leið í úrslit Íslandsmótsins.

Keflavík varð Íslandsmeistari undir stjórn Sverris árið 2017 og er hann að taka við liðinu í þriðja sinn á ferlinum.

Thelma Dís Ágústsdóttir er einnig komin til Keflavíkur á nýjan leik, en hún hefur stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin ár. Thelma lék stórt hlutverk þegar Keflavík varð meistari undir stjórn Sverris árið 2017.

Þá hefur Agnes María Svansdóttir framlengt samning sinn við Keflavík. Hún lék 34 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð og skoraði 6,9 stig að meðaltali. Loks hefur Anna Lára Vignisdóttir framlengt samning sinn við félagið. Hún gerði 3,4 stig að meðaltali í 35 leikjum á leiktíðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka