Jordan áfram í Þorlákshöfn

Jordan Semple skoraði 13 stig að meðaltali með Þórsurum í …
Jordan Semple skoraði 13 stig að meðaltali með Þórsurum í vetur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Franski körfuboltamaðurinn Jordan Semple leikur áfram með Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en leikmaðurinn gekk til liðs við Þórsara í janúar á þessu ári.

Semple er þrítugur framherji sem hefur leikið hér á landi frá haustinu 2021, fyrst með ÍR, síðan með KR áður en hann kom til Þórsara í vetur. Áður spilaði hann með Kataja í Finnlandi, Jämtland í Svíþjóð, Lorient í Frakklandi, Hapoel Haemek í Ísrael, Academic Plovdiv í Búlgaríu og Juaristi á Spáni.

Hann skoraði 13 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik með Þórsurum á nýliðnu keppnistímabili.

Þórsarar höfnuðu í 6. sæti úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Val í oddaleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka