Maté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2028.
Maté tók við Haukum árið 2021 og fór með liðið upp úr 1. deild á sínu fyrsta tímabili. Á fyrsta tímabili hans með liðinu í efstu deild hafnaði það í 3. sæti og fór í úrslitakeppnina.
„Við höfum verið að taka stór skref fram á við sem félag á síðustu tveimur árum og ég er fullur tilhlökkunar að halda þeirri vegferð áfram. Það er skýr stefna í gangi hérna og ég er mjög spenntur fyrir því að vera nær unglingastarfinu og byggja upp afreksmenn framtíðarinnar,“ var haft eftir Maté í yfirlýsingu Hauka.