Penninn á lofti á Álftanesi

Eysteinn Bjarni Ævarsson (11), Pálmi Geir Jónsson og Kjartan Atli …
Eysteinn Bjarni Ævarsson (11), Pálmi Geir Jónsson og Kjartan Atli Kjartansson þjálfari. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Álftanes hefur samið við tvo af lykilmönnum sínum um að leika áfram með karlaliðinu á komandi tímabili, þar sem liðið leikur í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Eysteinn Bjarni Ævarsson og Dino Stipcic hafa báðir skrifað undir nýja samninga og því ágætis mynd komin á leikmannahóp Álftaness, sem nýverið samdi við tvo íslenska landsliðsmenn, þá Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson.

Kjartan Atli Kjartansson verður þá áfram þjálfari liðsins á komandi tímabili.

Eysteinn Bjarni og Stipcic hafa báðir verið í lykilhlutverki hjá Álftanesi undanfarin tímabil og voru áður liðsfélagar hjá Hetti, þar sem þeir léku saman í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert