Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur lagt skóna á hilluna, eftir afar farsælan 19 ára feril.
Karfan.is greinir frá. Sigrún lék síðast með Haukum síðari hluta leiktíðarinnar, eftir að hafa byrjað tímabilið með Fjölni.
Hún hefur einnig leikið með KR, Grindavík, Hamri, Norrköping í Svíþjóð, Saint-Gratien í Frakklandi og uppeldisfélaginu Skallagrími.
Sigrún var sex sinnum valin í úrvalslið úrvalsdeildarinnar, varð tvisvar Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hún er með flesta leiki og flest fráköst allra í sögu efstu deildar. Sigrún lék 53 landsleiki á ferlinum.