Bakvörðurinn Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, er á leiðinni í bandaríska háskólaboltann þar sem hann mun ganga til liðs við Nittany Lion, körfuknattleikslið Penn State-háskólans í Pennsylvaníu-ríki.
Hinn 19 ára gamli Bragi býr yfir töluverðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur og var með tíu stig, fjórar stoðsendingar og tæplega tvö fráköst að meðaltali í 25 leikjum með Grindavík í úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.
Hann á fjölda landsleikja að baki fyrir yngri landslið Íslands og er í 40-manna æfingahópi U20-árs landsliðsins sem mun taka þátt á NM og EM í sumar.