Njarðvíkingurinn kominn í úrslit

Elvar Már Friðriksson leikur til úrslita.
Elvar Már Friðriksson leikur til úrslita. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rytas er komið í úrslit í baráttunni um litháíska meistaratitilinn í körfubolta eftir 95:80-heimasigur á Jonava í undanúrslitum í kvöld.

Rytas vann einvígið með sannfærandi hætti, því liðið vann alla þrjá leikina og einvígið 3:0.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson lét minna fyrir sér fara en oft áður, gerði þrjú stig og gaf þrjár stoðsendingar á 16 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert