Þó keppnistímabilinu í körfuboltanum hafi lokið með dramatískum sigri Tindastóls á Val í síðustu viku er ekki hægt að segja að íþróttin sem slík sé komin í sumarfrí.
Í enska fótboltanum er þessi hluti ársins kallaður „silly season.“ Þegar tímabilinu lýkur fara alls kyns sögur á flug um vistaskipti og leikmannakaup. Sumar sannar, aðrar sem eitthvað er til í og svo hinar sem enginn fótur er fyrir. En eru stundum þær skemmtilegustu.
Þannig er þetta í íslenska körfuboltanum þessa dagana, þar sem liggur við að heilu liðin séu sögð vera á faraldsfæti og færi sig úr einum herbúðum í aðrar, ef marka má orðið á götunni.
Nú er nýtt félag komið í úrvalsdeild karla og farið að gera sig gildandi á markaðnum. Álftanes er búið að krækja sér í tvo reynda landsliðsmenn og allt stefnir í fjörugan vetur í „Forsetahöllinni.“
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.