Hádramatískur sigur Boston tryggði oddaleik

Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum eins og svo oft …
Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum eins og svo oft áður. AFP/Mike Ehrmann

Boston Celtics vann hádramatískan sigur á Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA í körfubolta í nótt, 104:103. Leikið var á heimavelli Miami í Orlando, Bandaríkjunum.

Með sigrinum jafnaði Boston einvígið í 3:3 eftir að hafa lent 3:0 undir. Það var ólíkleg hetja sem tryggði Boston sigurinn í nótt en Derrick White setti þá niður tveggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Dómarar þurftu að kíkja á myndbandsupptökur af atvikinu og ákvörðuðu að White hafði komið boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út og karfan var því dæmd góð og gild.

Jayson Tatum var atkvæðamestur allra í leiknum í nótt, hann skoraði 31 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Félagi hans hjá Boston, Jaylen Brown, átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Hjá Miami var Jimmy Butler stigahæstur með 24 stig, hann tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caleb martin átti einnig flottan leik fyrir Miami en hann skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Engu liði hefur tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa verið 3:0 undir í því. Boston Celtics er hinsvegar í kjörstöðu til þess enda er oddaleikurinn á þeirra heimavelli aðfaranótt þriðjudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert