Tvöföld tvenna Evu dugði ekki til

Eva Margrét Kristjánsdóttir í Haukatreyjunni.
Eva Margrét Kristjánsdóttir í Haukatreyjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eva Margrét Kristjánsdóttir átti frábæran leik þegar lið hennar Keilor Thunder tapaði naumlega fyrir Waverley Falcons í áströlsku B-deildinni í körfubolta í nótt, 74:71.

Eva spilaði mest allra í Keilor liðinu en hún lék rúmar 39 mínútur. Á þeim skoraði hún 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Eftir tapið í nótt er Keilor í 17. sæti Suðurdeildar af 19 liðum. Liðið hefur spilað 12 leiki, unnið 3 en tapað 9.

Eva mun klára tímabilið með Keilor áður en hún kemur heim og spilar með liði sínu Haukum í efstu deild kvenna á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert