Nurse tekur við af Doc

Nick Nurse stýrir Philadelphia 76ers á næstu leiktíð.
Nick Nurse stýrir Philadelphia 76ers á næstu leiktíð. AFP/Gregory Shamus

Nick Nurse hefur verið ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Philadelphia 76ers í bandarísku NBA-deildinni.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en Nurse, sem er 55 ára gamall, tekur við liðinu af Doc Rivers.

Rivers stýrði liðinu á árunum 2020 til 2023 en undir hans stjórn fór Philadelphia alla leið í undanúrslit Austurdeildarinnar í ár þar sem það tapaði fyrir Boston.

Nurse lét af störfum sem þjálfari Toronto Raptors á dögunum en liðið varð NBA-meistari undir hans stjórn árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert