Hættur með danska landsliðinu

Arnar Guðjónsson ætlar að einbeita sér að þjálfun Stjörnunnar.
Arnar Guðjónsson ætlar að einbeita sér að þjálfun Stjörnunnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Guðjónsson er hættur störfum sem aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins í körfuknattleik.

Danska sambandið skýrði frá þessu í dag, sagði að Arnar hefði ákveðið að einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem þjálfari Stjörnunnar, og að í hans stað hafi Michael Bree verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.

Arnar hefur lengi verið tengdur körfuboltanum i Danmörku en hann bjó þar um árabil og þjálfaði karlalið Aabyhöj og Svendborg Rabbits áður en hann flutti til Íslands á ný árið 2018 og tók við liði Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert