Njarðvíkingurinn öflugur í fyrsta úrslitaleik

Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas fyrr á tímabilinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lét vel að sér kveða hjá Rytas Vilníus en gat þó ekki komið í veg fyrir 108:93-tap fyrir Zalgiris Kaunas á útivelli þegar liðin áttust við í fyrsta úrslitaleiknum um litháíska meistaratitilinn í kvöld.

Elvar Már skoraði tíu stig, tók tvö fráköst og gaf átta fráköst á rétt rúmri 21 mínútu leikinni og nýtti því tíma sinn vel.

Liðin mætast í öðrum leik á laugardag, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn, þar sem Rytas er ríkjandi meistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert