Denver vann fyrsta leik

Nikola Jokic fagnar eftir sigurinn í nótt.
Nikola Jokic fagnar eftir sigurinn í nótt. AFP/Matthew Stockman

Denver Nuggets er komið í 1:0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir 104:93-sigur á Miami Heat í fyrsta leik liðanna í nótt.

Nikola Jokic, Jókerinn, getur vart spilað körfuboltaleik án þess að ná þrefaldri tvennu og engin breyting var þar á í nótt.

Var hann stigahæstur í leiknum með 27 stig og tók auk þess tíu fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Skammt undan var liðsfélagi hans Jamal Murray með 26 stig og tíu stoðsendingar.

Bam Adebayo var stigahæstur í liði Miami með 26 stig og 13 fráköst.

Vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér NBA-meistaratitilinn og mætast liðin í öðrum leik aðfaranótt næstkomandi mánudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert