Pétur tekinn við Keflavík

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, ásamt Pétri Ingvarssyni.
Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, ásamt Pétri Ingvarssyni. Ljósmynd/Keflavík

Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Í gær skrifaði hann undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild félagsins.

Hjalti Þór Vilhjálmsson lét af störfum eftir fjögurra ára starf að síðasta tímabili loknu og hefur Keflavík verið í þjálfaraleit síðan.

Pétur var síðast við stjórnvölinn hjá karlaliði Breiðabliks.

„Ég er sannfærður um að við getum komið liðinu á þann stall sem við viljum hafa það. Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið,“ sagði Pétur í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

„Það er mikil gleði með þessa ráðningu en síðustu ár hafa lið Péturs vakið athygli fyrir hraðan og skemmtilegan körfubolta. Stjórn körfuknattleiksdeildar bindur miklar vonir við þessa ráðningu og fer inn í sumarið full af bjartsýni,“ sagði einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert