Körfuknattleiksþjálfarinn Frank Vogel verður stjóri Phoenix Suns í bandarísku NBA-deildinni til næstu fimm ára.
Það er The Athletic sem greinir frá en Vogel tekur við taumunum af Monty Williams sem var rekinn eftir að Phoenix datt úr leik gegn Denver í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í maí.
Vogel stýrði LA Lakers til sigurs NBA-deildarinnar árið 2020 en var síðar rekinn eftir lélegan árangur í fyrra. Ásamt Lakers hefur Vogel einnig stýrt Indiana Pacers og verið aðstoðarþjálfari hjá Philadelphia 76ers.
Verkefni Vogel hjá stjörnuprýdda liði Phoenix verður krefjandi en miklar væntingar eru gerðar til liðsins eftir að stórstjarnan Kevin Durant gekk til liðs við það fyrr á árinu.