Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar hans í Rytas Vilnius jöfnuðu metin í úrslitaeinvígi sínu gegn Zalgiris Kaunas um litháíska meistaratitilinn með 94:71-sigri í dag.
Elvar skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar á 22. mínútum.
Næsti leikur liðanna fer fram sjötta júní en staðan er 1:1 í einvíginu. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér meistaratitilinn.