Landsliðskonan verður áfram í Keflavík

Birna Valgerður Benónýsdóttir framlengdi samning sinn við Keflavík.
Birna Valgerður Benónýsdóttir framlengdi samning sinn við Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir hefur framlengt samning sinn við lið Keflavíkur sem leikur í úrvalsdeild kvenna. Samningurinn gildir út næstu tvö tímabil.

Birna kom til Keflavíkur úr bandaríska háskólaboltanum fyrir nýafstaðið tímabil og var lykilleikmaður í liðinu sem varð deildarmeistari, í öðru sæti Íslandsmótsins sem og bikarkeppninnar.

„Ég þekki það afar vel að spila með Sverri Þór og það eru fleiri leikmenn sem eru í sömu stöðu, við þekkjumst afar vel sem ein heild og það verður virkilega gaman að starta þessu verkefni. Við ætlum okkur langt, það er ljóst.“ sagði Birna eftir undirritun samningsins.

Birna spilaði 32 leiki fyrir Keflavík á síðasta tímabili og skoraði í þeim að meðaltali 14,1 stig og tók 4,1 frákast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert